Fćrsluflokkur: Stjórnmál og samfélag

Hvers virđi er villt brennisóley?

Ég ţekki mann međ óvenjulegt verđmćtamat.  Hann er fátćkur samkvćmt hefđbundnum mćlikvörđum nútímans.  Hann á fötin sem hann klćđist en fátt meir.  Hann býr í litlu herbergi á dvalarstađ aldrađra í Reykjavíkurborg.  En hann er hamingjusamasti mađur sem ég hef umgengist.  Og hann er jákvćđari en nokkur annar sem ég ţekki.  Sumt fólk sem ţennan mann ţekkir talar um ađ birta fylgi honum hvar sem hann kemur - og ég er ekki frá ţví ađ ţađ sé rétt.

 Eitt sinn er ég heimsótti ţennan mann kom ég ađ honum ţar sem hann stóđ kyrr á hellulagđri stétt fyrir utan heimili sitt og laut höfđi.  Ég fylgdist međ honum nokkra stund en hann hreyfđi sig ekki.  Er ég gekk til hans tók ég eftir ţví ađ hann var ađ horfa á eitthvađ í grasinu viđ brún stéttarinnar.

 Hann sá mig nálgast, hreyfđi sig ţó ekki en sagđi:"Sérđu hvađ ţetta er dásamlegt?"

 Ég áttađi mig ekki nákvćmlega á ţví hvađ hann átti viđ.  En hann hélt áfram:"Ţetta er sannkallađ undur sem enginn skilur fullkomlega."

 Hann benti mér svo á brennisóley sem hann var ađ virđa fyrir sér.  Hún var böđuđ geislum sólarinnar og krónublöđ hennar sendu frá sér skćrgulan bjarma.  Og nokkrar flugur voru ađ leita sér ađ safa í blóminu.

 Ég brosti til mannsins.  Hegđun hans var óvenjuleg en ţó mjög eđlislćg honum.  Ţetta var alls ekki í fyrsta sinn sem hann virti fyrir sér blóm og flugur.

 "Ţetta er stórmerkilegt.  Enginn skilur hvernig svona jurt ţróast og ţroskast úr frćjum yfir í fullvaxna plöntu - og svona dásamlega fallega.  Og svo lokkar blómiđ flugurnar til sín sem svo dreifa frjókornum blómsins.  Ţađ er fyrir öllu hugsađ í náttúrunni..."

 Ţađ hefur veriđ lćrdómsríkt ađ umgangast ţennan mann og fá ađ njóta lífssýnar hans.  Hann virđir oft fyrir sér náttúruna og ber mikla virđingu fyrir henni.  Hann fćr lífsfyllingu út úr ţví ađ virđa fyrir sér jafnvel stakt blóm.  Og međ ţví ađ virđa fyrir sér náttúruna kynnist hann sjálfum sér betur.

 Lifnađarháttur hans og gildismat er ólíkt ţví sem almennt gerist.  Á međan margt fólk leitar hamingjunnar í sem dýrustum flatsjónvarpstćkjum og svo öđrum iđnframleiddum varningi ţá staldrar ţessi mađur viđ staka brennisóley sem verđur á vegi hans og fyllist ókeypis lotningu fyrir náttúrunni og lífinu.

 Ţađ er ekkert sjálfgefiđ hvernig viđ metum  verđmćti og/eđa gildi hluta.  Hvort tveggja mótast klárlega af ţví menningarsamfélagi sem viđ erum hluti af.  Og mennirnir smíđa samfélagiđ.

 Nú er íslenskt samfélag orđiđ mjög efnishyggjulegt og sérhyggjulegt.  Hvort tveggja er fylgifiskur ţess frjálsa markađsbúskapar sem viđ höfum valiđ ađ búa okkur.

 Mađurinn sem ég er ađ tala um er afi minn, nýorđinn nírćđur.  Hann býr á elliheimilinu Grund.  Hann ólst upp viđ sára fátćkt í sveit ţar sem hann mótađist mjög á ćskuárunum.  Hann mótađist í raun í öđru menningarsamfélagi en viđ tökum nú ţátt í.

 Og mađur spyr sig, hvers virđi er 42" Philips-flatsjónvarpstćki raunverulega?  Og hversu mikils förum viđ á mis ţegar efnishyggjan stýrir gildismati okkar og athöfnum?

 Getur veriđ ađ ţannig sé fyrir okkur komiđ ađ viđ tökum ekki eftir náttúrunni ţar sem hún er ókeypis - á brennisóley hangir ekki verđmiđi?

 En lćrdómsríkt er ađ veita ţví athygli ađ á međan peningamarkađurinn svíkur okkur ţá heldur brennisóleyin gildi sínu.

 


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband